Erlent

Frambjóðandi Græningja hafði nauman sigur í austurrísku forsetakosningunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Van der Bellen og Hofer í sjónvarpssal í gær.
Van der Bellen og Hofer í sjónvarpssal í gær. vísir/getty
Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins öfga-þjóðernissinnaða Frelsisflokks.

Úrslitin lágu ekki fyrir fyrr en nú rétt í þessu þar sem 700 þúsund utankjörfundaratkvæði voru talin í dag. Þegar önnur atkvæði höfðu verið talin í gær var Hofer með forystu, eða 51,1 prósent atkvæða en Van der Bellen 48,1 prósent.

Svo mjótt var á mununum að ekki var hægt að slá því föstu í gærkvöldi hvor frambjóðandinn hefði unnið en nú liggur fyrir að Hofer laut í lægra haldi fyrir Van der Ballen.

Hefðinni samkvæmt er hlutverk forseta ekki valdamikið. Líkt og á Íslandi er meginhlutverk hans að veita stjórnarmyndunarumboð og veita ríkisstjórnum lausn.


Tengdar fréttir

Jafntefli í austurrísku kosningunum

Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundar­atkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×