Íslenski boltinn

Fram fékk leikmann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Már Þórisson.
Einar Már Þórisson. Mynd/Knattspyrnudeild Fram
Eftir allar fréttirnar um að leikmenn væru að yfirgefa Fram þá gátu forráðamenn félagsins loksins sent frá sér ánægjulegri fréttatilkynningu í gærkvöldi.

Kantmaðurinn Einar Már Þórisson skrifaði þá undir tveggja ára samning við Fram en hann hafði komið til Fram í fyrra en farið aftur til KV eftir að honum mistókst að vinna sér sæti í liðinu.

Einar Már sem er uppalinn í KR, þar sem hann varð m.a. Íslands- og bikarmeistari í 2. flokki, lék tvo leiki fyrir Fram í Pepsi-deildinni síðasta sumar og einn í bikarkeppni.

Einar Már lék átta leiki fyrir KV seinni hluta sumars og skoraði í þeim fjögur mörk. "Fram fagnar endurkomu Einars Más í Safamýrina og hlakkar til samstarfsins," segir í umræddri fréttatilkynningu.

Einar Már er kannski ekki stærsta nafnið í boltanum en Framarar eru vonandi hættir að missa menn og farnir að safna liði fyrir átökin í 1. deildinni 2015.


Tengdar fréttir

Ungir flýja Fram en hvaða skýringu gefur nýráðinn þjálfari

Framarar hafa misst heilt byrjunarlið á skömmum tíma eins og kom vel fram í samantakt í Fréttablaðinu í dag. Guðjón Guðmundsson reynda að finna svarið við því í kvöldfréttum Stöðvar tvö hvað skýrir þennan flótta frá félaginu.

Sverrir: Það er ekki einu sinni annar karl í spilinu

Ásgeir Marteinsson varð í gær ellefti leikmaðurinn sem yfirgefur Fram eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Í heildina eru fjórtán leikmenn farnir frá því að síðasta tímabil hófst. Formaður knattspyrnudeildar Fram hefur engar áhyggjur

Arnþór Ari í Breiðablik

Arnþór Ari valdi Breiðablik, en leikmaðurinn var eftirsóttur af stærstu klúbbum landsins.

Halldór í Leikni og Fram missir áttunda manninn

Leiknir tilkynnti í kvöld að félagið væri búið að semja við Halldór Kristin Halldórsson en hann hefur verið í útlegð síðustu fjögur ár hjá Keflavík og Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×