Erlent

Frakkar trylltir vegna slæmrar meðferðar á hattinum

Samúel Karl Ólason skrifar
Menntamálaráðherra Frakklands segir þó að hatturinn muni ekki deyja út og notkun hans verði áfram talin rétt.
Menntamálaráðherra Frakklands segir þó að hatturinn muni ekki deyja út og notkun hans verði áfram talin rétt. Vísir/EPA
Til stendur að breyta stafsetningu fjölda franskra orða en Frakkar virðast ekki ætla að taka þeirri breytingu fagnandi. Það sem fallið hefur verst í kramið hjá Frökkum er að til stendur að fjarlæga hattinn svokallaða (e. circumflex).

Um er að ræða merkið ^ sem sett er fyrir ofan tiltekna sérhljóða í frönsku. Hatturinn getur breytt framburði orða og merkingu þeirra. Breytingin nær til um 2.400 orða.

Samkvæmt BBC eru breytingarnar í raun frá 1990 en nú hefur verið gefið út að skólabækur verði prentaðar með gömlu breytingunum. Frakkar hafa gripið til varna á samfélagsmiðlum og hefur kassamerkið #JeSuisCirconflexe jafnvel verið notað.

Menntamálaráðherra Frakklands segir þó að hatturinn muni ekki deyja út og notkun hans verði áfram talin rétt.

Með breytingunum vilja Frakkar gera frönskuna auðveldari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×