Erlent

Frakkar minnast hinna föllnu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Um þúsund manns voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal nokkrir af þeim sem særðust í hryðjuverkaárásunum.
Um þúsund manns voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal nokkrir af þeim sem særðust í hryðjuverkaárásunum. Vísir/EPA

Frakkar héldu í dag minningarathöfn í París til að minnast hinna 130 sem létust í hryðjuverkaárásunum í París fyrir tveimur vikum.

Um þúsund manns voru viðstaddir, þar á meðal margir þeirra sem komust lífs í árásunum og fjölskyldur þeirra sem létust en athöfnin var haldin við Les Invalides byggingunni, grafhýsi Napóleons.

Mínútu þögn var haldin áður en að nafn hvers og eins sem lést var lesið upp. Francois Hollande forseti Frakklands hélt ræðu þar sem hann minntist fórnarlambanna.

Daniel Psenny var viðstaddur athöfnina og tók þessa mynd en hann bjargaði lífi eins manns í Bataclan-tónleikahöllinni.



„Við munum berjast til enda og við munum sigra,“ sagði Hollande. „Við munum hinsvegar ekki breytast, við stöndum sameinuð um okkar helstu gildi.“

Meðlimir franska Rauða krossins fylgdu mörgum þeim sem voru særðir í árásánum en voru viðstaddir athöfnina.

Greint hefur verið frá því að að fjölskyldumeðlimir sumra þeirra sem féllu hafi ekki mætt á minningarathöfnina til að mótmæla aðgerðarleysi franskra yfirvalda til þess að vernda borgara sína í kjölfar árásanna á skrifstofur Charlie Hebdo-skopmyndablaðsins í janúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×