Erlent

Frakkar lofa kristnum Írökum hæli

Bjarki Ármannsson skrifar
Íraskar fjölskyldur flýja heimili sín í Norður-Írak.
Íraskar fjölskyldur flýja heimili sín í Norður-Írak. Nordicphotos/AFP
Ríkisstjórn Frakklands segist tilbúin til að veita hæli þeim kristnu Írökum sem hafa þurft að flýja heimaland sitt vegna framgöngu herskárra íslamista. Sveitir IS, sem áður kallaðist ISIS, ráða yfir stórum hluta Norður-Íraks og hafa skipað kristnum íbúum á svæðinu að gangast við íslamstrú, borga sérstakan skatt eða láta lífið.

BBC greinir frá því að Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, og Bernand Cazeneuve innanríkisráðherra hafi tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnvalda í gær. Síðastliðinn laugardag stóð stjórnarandstöðuflokkurinn Front National fyrir útifundi í París til stuðnings kristnum Írökum.

Louis Sako, háttsettur klerkur kristnu kirkjunnar í Írak, segir að fyrir innrás IS hafi samfélag kristinna manna í Mósúl talið um 35 þúsund manns. Sameinuðu þjóðirnar telja hins vegar að í Mósúl, sem IS vill gera að höfuðborg íslamsríkis síns, séu nú aðeins um tuttugu fjölskyldur eftir sem tilheyra hinum kristna minnihluta.


Tengdar fréttir

Stjórnarherinn í Írak endurheimtir Tíkrit

Stjórnarherinn í Írak gerði í dag áhlaup á hersveitir uppreisnarmanna öfgasamtakanna ISIS í borginni Tíkrit í norðurhluta landsins, og er borgin nú á valdi stjórnarhersins. Talið er að um 60 liðsmenn ISIS hafi fallið í árásinni.

Þrýst á al Maliki forsætisráðherra

Andlegur leiðtogi sjía-múslima í Írak gagnrýnir forsætisráðherra landsins og vill að mynduð verði betri stjórn sem tekur hagsmuni annarra en sjía með í reikninginn.

Tóku fjölda hermanna af lífi

Öfgahópurinn sem stjórnar stórum landsvæðum í Írak og Sýrlandi birtu í dag myndir af fjöldamorði þeirra á hermönnum í Írak.

Ríkasta hermdarverkasveit í heimi

Óvinsældir stjórnvalda í Írak meðal súnníta í landinu og þrautþjálfaðir hermenn, sem reknir voru úr þjóðarhernum við fall Saddams Hussein, er meðal þess sem getur skýrt skjótan uppgang hinna herskáu ISIS-manna, að mati átakafræðings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×