Erlent

Frakkar gera loftárásir í Írak

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Frakkar munu hefja loftárásir í Írak til að hjálpa yfirvöldum þar í baráttunni við vígamenn Íslamska ríkisins. Francois Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti í dag að stjórnvöld í Frakklandi myndu verða við hjálparbeiðni Íraka.

Samkvæmt frétt á vef BBC sagði forsetinn að Frakkland myndi einungis gera árásir gegn IS í Írak, en ekki í Sýrlandi. Þá þvertók hann fyrir að hermenn yrðu sendir til bardaga.

Þegar hafa Frakkar útvegað Kúrdum vopn og upplýsingar um stöðu vígamanna IS. Bandaríkin hafa gert yfir 170 loftárásir í Írak og hafa þær gert Kúrdum og íraska hernum kleyft að ná Mosul-stíflunni og nokkrum bæjum úr höndum IS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×