Erlent

Frakkar fengið nóg af spillingu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
„Fillon í fangelsi, spilling er eitur,“ stendur á spjaldinu.
„Fillon í fangelsi, spilling er eitur,“ stendur á spjaldinu. vísir/epa
Þúsundir manna héldu út á torgið Place de la Republique í París í gær til að mótmæla spillingu meðal stjórnmálamanna.

Mótmælin beindust ekki síst gegn Francois Fillon, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem varð uppvís að því að greiða eiginkonu sinni og börnum laun fyrir að aðstoða sig, og það án þess að hafa getað sýnt fram á að þau hafi í raun starfað fyrir hann.

Mótmælin beindust einnig gegn Marine Le Pen, leiðtoga og forseta Frönsku þjóðfylkingarinnar, og fleiri stjórnmálamönnum.

Fyrirmynd mótmælanna er frá Rúmeníu þar sem fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir vikum saman gegn spillingu ráðamanna.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×