Handbolti

Frakkar búnir að velja æfingahópinn fyrir HM í Katar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frakkar þykja líklegir til afreka í Katar.
Frakkar þykja líklegir til afreka í Katar. vísir/afp
Claude Onesta, þjálfari Evrópumeistara Frakka, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir HM í handbolta sem fer fram í Katar í janúar.

Fátt kemur á óvart í vali Onesta, en allir 17 leikmennirnir sem tóku þátt á EM 2014 í Danmörku eru í hópnum.

Paris Saint Germain á flesta leikmenn í hópnum, eða sjö. Næstflestir koma frá Toulouse, eða fjórir. Þeirra á meðal er Jerome Fernandez, fyrirliði franska landsliðsins og jafnframt leikja- og markahæsti leikmaður þess.

Fyrsta æfingalota franska liðsins verður í Capbreton, 26.-30. desember. Frakkar taka aftur upp þráðinn í Pornic á nýju ári, en þar mun liðið æfa þangað til það heldur til Nantes til að taka þátt í fjögurra landa móti ásamt Alsír, Makedóníu og Argentínu.

Frakkar spila svo æfingaleik við Austurríki í Creteil áður en liðið heldur til Katar 14. janúar.

Franski hópurinn er þannig skipaður:

Markmenn:

Vincent Gerard (Dunkerque)

Cyril Dumoulin (Toulouse)

Thierry Omeyer (PSG)

Aðrir leikmenn:

Luc Abalo (Paris Saint Germain)

William Accambray (PSG)

Igor Anic (HBC Nantes)

Xavier Barachet (PSG)

Jerome Fernandez (PSG)

Vincent Gerard (Dunkerque)

Mathieu Grebille (Montpellier)

Michael Guigou (Montpellier)

Samuel Honrubia (PSG)

Guillaume Joli (Wetzlar)

Nikola Karabatic (Barcelona)

Luka Karabatic (Pays d"Aix)

Kentin Mahe (HSV Hamburg)

Timothey N"Guessan (Chambery)

Daniel Narcisse (PSG)

Kevynn Nyokas (Göppingen)

Valentin Porte (Toulouse)

Cedric Sorhaindo (FCB)

Benjamin Afgour (Dunkerque)

Hugo Descat (Creteil)

Weslay Pardin (Toulouse)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×