Erlent

Frakkar afturkalla búrkíníbann

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ýmsir embættismenn hafa haldið því fram að búrkíní sé kúgandi fyrir konur.
Ýmsir embættismenn hafa haldið því fram að búrkíní sé kúgandi fyrir konur. Vísir/Getty
Æðsti stjórnsýsludómstóll Frakklands hefur afturkallað bann við svokölluðu Búrkíní í strandbænum Villeneuve-Loubet. Búist er við því að dómurinn verði fordæmisgefandi fyrir öll þau sveitarfélög sem hafa sett svipuð bönn í landinu.

Bann við búrkíní í strandbæjum Frakklands hefur vakið athygli á heimsvísu og hörð viðbrögð bæði heimamanna og alþjóðasamfélagsins. Búrkíní er efnismikill sundfatnaður sem hylur nær allan líkamann og er vinsæll meðal múslimakvenna.

Yfirvöld byggðu bannið á almannahagsmunum í kjölfar hryðjuverkaárása öfgahópa í sumar, ásamt því að ýmsir embættismenn hafa haldið því fram að búrkíní sé kúgandi fyrir konur. Þetta kemur fram á vef AP.

Lögmenn tveggja mannréttindahópa kærðu bannið á þeim forsendum að það brjóti gegn grundvallar mannréttindum og að yfirvöld hefðu misnotað vald sitt með því að segja konum hverju þær mættu klæðast á ströndum.


Tengdar fréttir

Óttast sundklæðnað múslimakvenna

Forsætisráðherra Frakklands fagnar búrkínibanni nokkurra bæjarstjóra landsins. Hann segir fatnaðinn brjóta gegn gildismati Frakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×