Lífið

Frægur kristilegur rokkari missir trúna

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Shannon Low er hér fremstur í flokki með djöfullegt augnaráð.
Shannon Low er hér fremstur í flokki með djöfullegt augnaráð. Vísir/Getty
Shannon Low söngvari kristnu rokksveitarinnar The Order of Elijah hefur misst trú sína og skilgreinir sig sem efasemdarmann. Þetta ákvað hann eftir að hafa lesið bókina The God Delusion eftir Richard Dawkins.

Svo virðist sem hinir liðsmenn sveitarinnar styðji hann í guðleysinu því hljómsveitin sleit einnig nýlega plötusamning sínum við kristnu plötuútgáfuna sem þeir voru á málum hjá. Strang trúaðir aðdáendur sveitarinnar fengu nasaþefinn af hugarbreytingu liðsmanna þegar þeir studdu réttinda baráttu LGBT fólks en slík hefur ekki verið vinsælt á meðal kristna samfélaga í Bandaríkjunum.

Áður en Low tók Jesú inn í líf sitt tileinkaði hann sér möntru rokksins um dóp, kynlíf og rokk&ról. Þegar hann bar skipbrot í þeim efnum leitaði hann á náðar drottins og fékk sína köllun. Skömmu síðar var hljómsveitin The Order of Elijah stofnuð.

Eftir að hafa gengið í gegnum erfiðan skilnað sótti hann aftur í vín-andann, fór út í bókabúð og nældi sér í eintak af bók Dawkins. Hér eftir verður það líklegast bara guðlaust rokklíferni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×