FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 09:42

Í beinni: Blađamannafundur Íslands í Shkoder

SPORT

Frábćr vika hjá Elvari varđ ennţá betri

 
Körfubolti
15:30 28. FEBRÚAR 2017
Elvar Már Friđriksson.
Elvar Már Friđriksson. MYND/HEIMASÍĐA BARRY

Er hægt að spila betur en Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson gerði með Barry-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum í síðustu viku? Það er í það minnsta ekki á færi allra.

Elvar Már var valinn besti varnarmaður vikunnar í Sunshine State Conference en strákurinn fór algjörlega á kostum í tveimur sigurleikjum síns liðs. Það gefur líka enn meiri vídd í hans frábæru frammistöðu að hann skuli fá verðlaunin fyrir besta varnarleikinn. Því ekki er hægt að kvarta mikið yfir sóknarleiknum hjá honum.

Elvar Már var með 27 stig og 10 stoðsendingar í fyrri leiknum og 37 stig og 9 stoðsendingar í þeim síðari.  32 stig og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik og er síðan ofan á það valinn besti varnarmaðurinn í deildinni.

Í fyrri leiknum þar sem Barry-liðið vann Florida Southern skólann bætti Elvar við 3 vörðum skotum, fjórum stolnum boltum og fimm varnarfráköstum.

Elvar Már kom einni sterklega til greina sem leikmaður vikunnar en sú viðurkenning kom i hlut liðsfélaga hans Adrian Gonzalez. Gonzalez skoraði fyir 30 stig í báðum leikjunum og hitti þá úr 78 prósent skota sinna (25 af 32). Góð leikstjórn Elvars átti eflaust mikinn þátt í því hversu góð skot Gonzalez fékk í leikjunum tveimur.

Þetta var síðasti leikur deildarkeppninnar hjá Barry og Elvar Már var með 16,5 stig, 7,8 stoðsendingar 4,0 fráköst og 1,3 stolinn bolta að meðaltali í leik. Með því að gefa 9 stoðsendingar í lokaleiknum þá komst hann yfir 200 stoðsendinga múrinn á þessu tímabili. Elvar er þegar búinn að gefa 204 stoðsendingar á leiktíðinni.

Barry byrjar úrslitakeppnina í Sunshine State deildinni annað kvöld þegar liðið mætir Florida Tech.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Frábćr vika hjá Elvari varđ ennţá betri
Fara efst