Enski boltinn

Frábær tilfinning að sparka í áhorfandann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cantona fær hér lögreglufylgd eftir leik í Meistaradeildinni gegn Galatasaray.
Cantona fær hér lögreglufylgd eftir leik í Meistaradeildinni gegn Galatasaray. vísir/getty
Franska goðsögnin Eric Cantona talaði um karate-sparkið fræga á spurningakvöldi með aðdáendum þar sem mátti spyrja um allt milli himins og jarðar.

Að sjálfsögðu kom til tals hið eftirminnilega karate-spark Cantona en hann var dæmdur í níu mánaða bann fyrir sparkið.

„Ég hef sagt það áður að ég hefði átt að sparka fastar í hann. Kannski segi ég svo eitthvað annað á morgun. Ég get ekki séð eftir þessu. Þetta var frábær tilfinning. Ég lærði af þessu og áhorfandinn gerði það örugglega líka,“ sagði Cantona.

„Það var erfitt að geta ekki spilað í níu mánuði og ég átti stundum í erfiðleikum. Þökk sé Ferguson náðum við að vinna tvennuna með nýrri kynslóð leikmanna.“

Í maí verða liðin 20 ár síðan Cantona kom knattspyrnuheiminum á óvart með því að leggja skóna á hilluna rétt áður en hann varð 31 árs.

„Ég hafði tapað ástríðunni fyrir leiknum. Er ég var tvítugur sagðist ég ætla að hætta er ástríðan væri farin. Það trúði mér enginn þá en ég stóð við það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×