MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 05:00

Gamma í vinnslu eiturefnaúrgangs

FRÉTTIR

Frábćr endir á góđum degi hjá Ólafíu í Phoenix

 
Golf
19:15 16. MARS 2017
Ólafía Ţórunn er hér ađ spila á LPGA-mótaröđinni.
Ólafía Ţórunn er hér ađ spila á LPGA-mótaröđinni. VÍSIR/GETTY

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði fyrsta hringinn á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi í Phoenix á þremur höggum undir pari.

Þetta er þriðja mótið hennar Ólafíu á LPGA-mótaröðinni og eins og hinum tveimur þá er okkar kona að byrja vel.

Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á hinum tveimur mótunum og þessi fína spilamennska í dag er skref í að ná honum á þriðja mótinu í röð.

Ólafía spilaði þennan fyrsta hring af miklu öryggi og gerði mjög fá mistök. Hún missti kúluna reyndar í sandgryfju á einni holu á fyrstu níu en annars var hún að spila stöðugt og gott golf.

Ólafía Þórunn endaði síðan hringinn á því að ná fugli á síðustu holunni. Með því hoppaði hún upp um átta sæti.

Ólafía Þórunn fékk meðal annars einn örn á hringnum auk þess að vera með tvo fugla, fjórtán pör og einn skolla.

Þegar Ólafía lauk keppni þá var hún í sextánda sæti en þá áttu margar eftir að hefja leik þar sem Ólafía byrjaði að spila mjög snemma að staðartíma í Arizona.

Michelle Wie og Cheyenne Woods voru í ráshópnum með Ólafíu í dag. Michelle Wie spilaði mjög vel og endaði á sjö höggum undir pari. Cheyenne Woods fann sig ekki eins er og lék hringinn á þremur höggum yfir pari.

Hér fyrir neðan má hvernig hringurinn gekk hjá okkar konu í Phoenix í dag.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Frábćr endir á góđum degi hjá Ólafíu í Phoenix
Fara efst