Handbolti

Frábær endasprettur skilaði Eyjakonum tveimur stigum á Selfossi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ester Óskarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir ÍBV.
Ester Óskarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir ÍBV. vísir/vilhelm
Selfyssingar fóru afar illa að ráði sínu gegn Eyjakonum í 16. umferð Olís-deildar kvenna í dag. Lokatölur 31-32, ÍBV í vil.

Selfoss leiddi nær allan leikinn og staðan í hálfleik var 19-14, heimakonum í vil.

Sami munur var á liðunum, 29-24, þegar 11 mínútur voru til leiksloka. En þá breyttist leikurinn. Eyjakonur tóku sig taki, unnu síðustu 11 mínúturnar 8-2 og leikinn 31-32.

Karólína Bæhrenz Lárudóttir var markahæst í liði ÍBV með sjö mörk. Telma Silva Amado og Greta Kavailuskaite skoruðu sex mörk hvor fyrir Eyjakonur.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var með níu mörk í liði Selfoss og Perla Ruth Albertsdóttir skoraði átta. Selfoss er áfram í 7. sæti deildarinnar með átta stig.

Mörk Selfoss:

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 9/3, Perla Ruth Albertsdóttir 8, Adina Maria Ghidoarca 7, Dijana Radojevic 4, Carmen Palamariu 2, Arna Kristín Einarsdóttir 1.

Mörk ÍBV:

Karólína Bæhrenz Lárudóttir 7, Telma Silva Amado 6, Greta Kavailuskaite 6, Sandra Dís Sigurðardóttir 4, Sandra Erlingsdóttir 4/3, Ester Óskarsdóttir 4, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×