Handbolti

Frábær endasprettur hjá Kiel | Vignir með stórleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og félagar eru í 3. sæti þýsku deildarinnar.
Alfreð og félagar eru í 3. sæti þýsku deildarinnar. vísir/getty
Kiel endurheimti 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með 27-31 sigri á Göppingen á útivelli í kvöld.

Staðan var jöfn, 26-26, þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Þá stigu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar á bensíngjöfina og tryggðu sér sigurinn með því að skora fimm af síðustu sex mörkum leiksins.

Marko Vujin var markahæstur í liði Kiel með átta mörk. Niklas Ekberg skoraði sjö mörk.

Vignir Svavarsson átti lúxusleik þegar Team Tvis Holstebro vann tveggja marka sigur, 30-28, á Mors-Thy í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn.

Vignir skoraði sex mörk úr sjö skotum og var markahæstur í liði Holstebro sem er í 3. sæti síns riðils með sex stig.

Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern skutust á topp síns riðils með eins marks sigri, 24-23, á GOG. Tandri komst ekki á blað í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×