Handbolti

Frábær byrjun Íslands á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá upphitun strákana.
Frá upphitun strákana. vísir/heimasíða HSÍ
Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann frábæran sigur á Spáni á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi, en lokatölur 25-24.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn frá upphafi. Þeir leiddu meðal annars 6-4 í upphafi leiks og staðan í hálfleik var 12-11 Íslandi í vil.

Í síðari hálfleik var dramatíkin mikil. Ísland var tveimur mörkum yfir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir, en þá komu tvö mörk í röð frá Spáni.

Liðin skiptust á að skora næstu tvö mörk, en Ómar Ingi Magnússon reyndist svo hetja Íslands þegar hann skoraði úr víti þegar innan við mínúta var eftir af leiknum og lokatölur 25-24. Ómar Ingi var markahæstur í íslenska liðinu í dag með átta mörk.

Ísland hefur þá unnið Þýskaland og Spán í fyrstu tveimur leikjunum, en næsti leikur er gegn Egyptalandi á þriðjudag. Svo er það Noregur og að lokum Venesúela.

Mörk Íslands:

Ómar Ingi Magnússon 8, Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Hákon Daði Styrmisson 3, Egill Magnússon 2, Sigtryggur Rúnarsson 2, Birkir Benediktsson 2, Aron Dagur Pálsson 1, Elvar Jónsson 1, Kristján Örn Kristjánsson 1.

Varin skot:


Grétar Ari Guðjónsson 8/32 (25%)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×