Íslenski boltinn

Frábær árangur Norðurlandaliða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil Pálsson í baráttunni í leik FH og Neman Grodno í gær.
Emil Pálsson í baráttunni í leik FH og Neman Grodno í gær. Vísir/Arnþór
Annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar lauk í gær. Óhætt er að segja að dagurinn hafi verið gjöfull fyrir Norðurlandaþjóðirnar, en alls komust tíu lið frá Norðurlöndunum áfram í þriðju umferðina.

Atli Jóhannsson tryggði Stjörnunni sem kunnugt er 3-2 sigur á Motherwell með frábæru marki á 115. mínútu í framlengdum leik á Samsung-vellinum. Síðustu fimm mínútur leiksins voru þær einu þar sem Stjörnumenn voru yfir í einvíginu.

Fyrri leikurinn í Skotlandi endaði með 2-2 jafntefli, en Stjarnan vann einvígið 5-4 samanlagt.

FH vann öruggan sigur á hvít-rússneska liðinu Neman Grodno í Kaplakrika í gær með tveimur mörkum frá Atla Guðnasyni og nafna hans Viðari Björnssyni.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Hvíta-Rússlandi, en FH vann einvígið 3-1 samanlagt.

Svíþjóð á fjóra fulltrúa í þriðju umferðinni, en IFK Gautaborg, Brommapojkarna, AIK og Elfsborg komust öll áfram, en síðastnefnda liðið mætir FH í næstu umferð.

Tvö norsk lið komust áfram; Molde hafði betur gegn Gorica frá Slóveníu og Rosenborg sló Sligo Rovers frá Írlandi út.

Annað norskt lið, Tromsø, féll hins vegar úr leik fyrir Víkingi frá Færeyjum eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag.

Þá hafði Esbjerg frá Danmörku betur gegn Kairat frá Kasakstan, 2-1 samanlagt.

Lið frá Norðurlöndunum sem komust áfram í Evrópudeildinni í gær:

Stjarnan 5-4 Motherwell

FH 3-1 Neman Grodno

IFK Gautaborg 3-1 Győr (Ungverjaland)

Brommapojkarna 5-1 Crusaders (Norður-Írland)

AIK 2-1 Linfield (Norður-Írland)

Elfsborg 1-1 (4-3 í vítaspyrnukeppni) Inter Baku (Aserbaídsjan)

Molde 5-2 Gorica

Rosenborg 4-3 Sligo Rovers

Víkingur 2-1 Tromsø

Esbjerg 2-1 Kairat


Tengdar fréttir

Tveimur toppslögum frestað

Góður árangur Stjörnunnar og FH í Evrópukeppninni riðlar niðurröðun leikja í Pepsi-deild karla.

Von er á einni bestu stuðningsmannsveit Evrópu

Með sigri gegn Motherwell í gær komst Stjarnan í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar en næsti mótherji er Lech Poznan. Stuðningsmenn liðsins eru gríðarlega ástríðufullir og verður gaman að sjá hversu margir mæta til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×