Fótbolti

Frá Heimaey til Indlands

Kristinn Páll Teitsson skrifar
David James í leik með ÍBV á KR-vellinum.
David James í leik með ÍBV á KR-vellinum. Vísir/Stefán
David James, fyrrum markvörður enska landsliðsins,ÍBV og Liverpool varð á dögunum spilandi þjálfari Kerala Blasters í indversku deildinni í fótbolta.

Indverska Ofurdeildin var stofnuð í Október á síðasta ári og verða átta lið í deildarkeppninni. Líkt og í bandarísku MLS-deildinni fá öll liðin einn stjörnuleikmann en það hefur verið gagnrýnt að allir leikmennirnir sem hafa verið valdnir sem stjörnuleikmenn séu komnir af léttasta skeiði.

Þeir sem hafa verið valdir eru þeir James sem er 44 árs gamall, David Trezeguet, 36 árs framherji sem gerði garðinn frægann með Juventus og franska landsliðinu, hinn 36 árs gamli Luis Garcia sem lék lengi vel með Liverpool og tók fram skónna á ný fyrir nokkrum mánuðum og að lokum Alessandro Del Piero sem er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Juventus.

James hefur ekki leikið fótbolta frá því að hann lék með ÍBV síðasta sumar en hann segist vera tilbúinn í að spila annað tímabil þrátt fyrir að vera orðinn 44 árs gamall.

„Aldur er afstætt hugtak. Ég lék í íslensku deildinni á síðasta tímabili sem sýnir að ég er tilbúinn til þess að halda áfram,“ sagði James sem vakti mikla athygli á Íslandi á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×