Lífið

Frá Djúpavogi til Danmerkur

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Myndin er að ákveðnu leyti sannsöguleg og minnir á þegar Hallgrímur var í uppistandi á síðustu öld.
Myndin er að ákveðnu leyti sannsöguleg og minnir á þegar Hallgrímur var í uppistandi á síðustu öld. Vísir/GVA
„Þetta er handrit sem ég skrifaði á Hótel Framtíð á Djúpavogi árið 2001. Það hefur farið í gegnum ýmislegt og kemur núna út á dönsku,“ segir Hallgrímur Helgason.

Hann er aðalhandritshöfundurinn að nýrri danskri mynd sem frumsýnd er í dag í Danmörku. Hún ber titilinn Comeback og er henni leikstýrt af Natasha Arthy.

„Ég skrifaði handritið upphaflega á ensku en það var þýtt á dönsku og lagað að dönskum veruleika og aðstæðum.“

Hallgrímur segist vera nokkuð sáttur við myndina enda tengir hann vel við hana því hún er að ákveðnu leyti sannsöguleg. „Þetta er kómedía sem er líka dramatísk og fjallar um samband föður við dóttur. Pabbinn er uppistandari þannig að þetta er að ákveðnu leyti sannsögulegt. Ég átti mitt skeið sem uppistandari árið 1995 og átti dóttur en ég gerði mér ekki grein fyrir þessu þá,“ segir Hallgrímur.

Upphaflega lét hann Baltasar Kormák hafa handritið en aðrar myndir fóru fram fyrir og endaði það í Danmörku. Myndinni verður dreift í um hundrað kvikmyndahús í Danmörku en ekki liggur fyrir hvort hún kemur til Íslands. „Það fer líklega eftir því hvernig myndin gengur,“ bætir Hallgrímur við.

Hér má sjá stiklu myndarinnar:

COMEBACK - a new Danish Comedy from Freddy Neumann on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×