SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 18:30

Miđstöđ Boltavaktarinnar | Pepsi-deildin á einum stađ

SPORT

Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveđju

 
Handbolti
15:04 15. JANÚAR 2016

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði karla í fótbolta, sendir handboltastrákunum okkar kveðju frá fótboltalandsliðinu sem sjá má hér að ofan.

Handboltalandsliðið mætir Noregi í fyrsta leik á EM klukkan 17.15 í dag en leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Aron Einar á auðvitað bróður í liðinu, hornamanninn Arnþór Þór Gunnarsson sem spilar með Bergischer í Þýskalandi.

„Jæja, það er kominn janúar. Það þýðir bara eitt; lokamót í handbolta. EM. Auðvitað eigum við, Íslendinga, þar flott landslið eins og vanalega,“ segir Aron Einar.

„Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt. Við í karlalandsliðinu í fótbolta sendum á þá kveðju og óskum þeim góðs gengis. Við vitum að Íslendingar eiga eftir að vera stoltir af ykkur. Gangi ykkur vel,“ segir Aron Einar Gunnarsson.

Kveðjuna í heild sinni má sjá hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveđju
Fara efst