Enski boltinn

Foster skúrkurinn eftir allt saman á Villa Park

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gabriel Agbonlahor skorar fyrra mark Villa.
Gabriel Agbonlahor skorar fyrra mark Villa. vísir/getty
Aston Villa vann fyrsta leik sinn í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember þegar liðið lagði WBA, 2-1, á dramatískan hátt í kvöld.

Gabriel Agbonlahor kom Aston Villa yfir, 1-0, með marki á 23. mínútu, en skömmu áður var hann nálægt því að skora. Marklínutæknin skar þó úr um að boltinn hefði ekki farið yfir línuna.

Heimamenn héldu forystunni þar til á 67. mínútu þegar Saido Berahinho jafnaði metin, 1-1, en þetta er tólfta mark kappans á leiktíðinni.

Þegar allt stefndi í jafntefli gerðist Ben Foster, markvörður WBA, sig sekan um klaufaleg mistök. Hann slapp með skrekkinn þegar marklínutæknin bjargaði honum en ekki í uppbótartímanum.

Foster missti þá boltann úr höndunum í teignum og felldi Matthew Lowton sem kom á fullri ferð í teignum. Víti réttilega dæmt sem Christian Benteke skoraði af öryggi úr, 2-1.

Aston Villa komst með sigrinum upp í 16. sæti deildarinnar með 25 stig en WBA er í 13. sætinu með 30 stig.

Dame N'Doye kom Hull yfir, 1-0, gegn Sunderland á 15. mínútu en Jack Rodwell jafnaði fyrir gestina á 77. mínútu leiksins. Lokatölur, 1-1.

Sunderland, sem lék án Adams Johnsons, er í 16. sæti með 26 stig en Hull er sæti ofar með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×