Enski boltinn

Foster fékk boltann í gegnum klofið en marklínutæknin kom til bjargar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ben Foster, markvörður Aston Villa, var nálægt því að fá á sig algjört klaufamark í leik gegn Aston Villa sem nú stendur yfir.

Eftir tæpt korter átti Gabriel Agbonlahor skot á markið úr teignum sem Foster virtist ætla að verja auðveldlega, en hann missti boltann á milli fóta sér og stefndi hann yfir línuna.

Enski markvörðurinn var fljótur að átta sig og stökk á eftir boltanum. Hann stöðvaði boltann þegar hann var kominn langleiðina yfir línuna en eins og marklínutæknin sannar var hann ekki komin alla leið yfir marklínuna.

Foster gerði auðvitað vel í að bjarga sér sjálfur en það er aldrei að vita hvort aðstoðardómarinn hefði flaggað mark fengi hann ekki hjálp frá marklínutækninni.

Atvikið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×