Viðskipti innlent

Forstjórinn yfirgefur McDonalds

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tekjur McDonalds á fjórða fjórðungi síðasta árs lækkuðu um 21 prósent.
Tekjur McDonalds á fjórða fjórðungi síðasta árs lækkuðu um 21 prósent. vísir/getty
Don Thompson, forstjóri McDonalds, hefur látið af störfum. Ástæðan er sú að fyrirtækið glímir við mikla rekstrarerfiðleika núna. Viðskiptavinum í Bandaríkjunum hefur fækkað nokkuð að undanförnu.

Hinn breski Steve Easterbrook tekur við stöðunni, en hann er vörustjóri fyrirtækisins. Easterbrook tekur við í mars. „Það er erfitt að kveðja McDonalds,“ sagði Thompson í yfirlýsingu.

Tekjur McDonalds á fjórða fjórðungi síðasta árs lækkuðu um 21 prósent frá sama tímabili í fyrra. Sala hefur dregist saman fimm fjórðunga í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×