Viðskipti erlent

Forstjóri Mitsubishi hættir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Forstjóri Mitsubishi Motors, Tetsuro Aikawa , ræðir hér við blaðamenn vegna uppgötvunarinnar um falsanir fyrirtæksins.
Forstjóri Mitsubishi Motors, Tetsuro Aikawa , ræðir hér við blaðamenn vegna uppgötvunarinnar um falsanir fyrirtæksins. Vísir/EPA
Mitsubishi Motors hefur tilkynnt að forstjóri þess, Tetsuro Aikawa, muni hætta eftir að upp komst að fyrirtækið hefði svindlað á útblástursprófum.

Japanski bílaframleiðandinn hefur játað sök í málinu og forsvarsmenn segja að fyrirtækið hefði svindlað á útblástursprófumí tuttugu og fimm ár.

Á síðasta ári játuðu forsvarsmenn Volkswagen sök í svipuðu máli, og sagði forstjóri fyrirtækisins í kjölfarið upp. 

Aikawa hefur verið forstjóri Mitsubishi frá því í júní á síðasta ári. Óvíst er hver eftirmaður hans verður. Einnig hefur ekki komið í ljós hve háa sekt bílaframleiðandinn mun þurfa að borga vegna svindlsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×