Fótbolti

Forstjóri flugfélagsins handtekinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fórnarlamba flugslyssins var minnst fyrir leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni.
Fórnarlamba flugslyssins var minnst fyrir leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni. vísir/getty
Yfirvöld í Bólivíu hafa handtekið forstjóra flugfélagsins sem átti vélina er hrapaði í Kólumbíu með brasilíska fótboltaliðið Chapecoense innanborðs.

Forstjórinn heitir Gustavo Vargas og er fyrrum hershöfðingi. Handtaka hans er hluti af rannsókn slyssins.

Flugfélagið er lítið og heitir LaMia. Starfsmaður á flugvellinum í Bólívíu, þar sem var millilent og skipt um vél, varaði flugmann vélarinnar við því fyrir flugið að hann hefði líklega ekki nægt bensín fyrir flugið til Kólumbíu.

Sú kona hefur nú mátt sæta ofsóknum og hefur í kjölfarið sótt um hæli í Brasilíu.

Í upptöku sem er búið að leka má heyra flugstjóra vélarinnar, Miguel Quiroga, segja að vélin sé að verða bensínlaus og að hann sé að glíma við rafmagnsbilanir rétt áður en vélin hrapaði.


Tengdar fréttir

Talan 299 bjargaði lífi hans

Fótboltaheimurinn og öll brasilíska þjóðin stendur þétt við bak brasilíska félagins Chapecoense sem missti nítján leikmenn og allt þjálfarateymið í flugslysi í Kólumbíu.

Brasilía og Kólumbía spila góðgerðarleik fyrir Chapecoense

Búið er að setja á vináttulandsleik á milli Brasilíu og Kólumbíu í lok janúar þar sem allur ágóði mun renna til fjölskyldna fórnarlamba flugslyssins í Kólumbíu þar sem meirihluti leikmanna brasilíska liðsins Chapecoense lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×