Lífið

Forstjóri Disney ljóstrar upp lykilatriðum í væntanlegum Stjörnustríðsmyndum

Birgir Olgeirsson skrifar
Mark Hamill í The Force Awakens.
Mark Hamill í The Force Awakens.
Forstjóri Disney, Bob Iger, hefur ljóstrað upp um nokkur lykilatriði í væntanlegum Stjörnustríðsmyndum.

Þeir sem ekkert vilja vita um söguþræði áttundu Stjörnustríðsmyndarinnar, The Last Jedi, og Han Solo-myndarinnar, eru vinsamlegasta beðnir um að snúa sér annað.

Iger gaf þetta upp í viðtali við eiginkonu sína Willow Bay, sem er deildarforseti við háskólann í Suður-Kaliforníu.

Disney gefur út Stjörnustríðsmyndirnar en þegar Willow spurði eiginmann sinn um út í ævintýrin sem gerist í stjörnuþoku í órafjarlægð voru svör Iger ansi hreinskilin.

The Last Jedi verður frumsýnd í desember næstkomandi en Iger sagði Mark Hamill vera í stóru hlutverki í myndinni sem Logi Geimgengill og að hann fái ansi margar línur.

Logi sást síðast í sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens, en þar sagði hann ekki neitt og sást rétt aðeins í lok myndarinnar þegar hann starði forviða á aðalpersónu myndarinnar, Rey, sem hafði lagt ansi mikið á sig til að hitta hann.

Greint hefur verið frá því að áttunda Stjörnustríðsmyndin hefjist á sama stað og sú sjöunda endaði. Sú áttunda er sögð eiga að hefjast á spurningu Loga til Rey sem er einfaldlega: Hver ertu?

Varðandi Han Solo-myndina sagði Iger að hún muni fylgja smyglaranum víðfræga eftir á táningsárum hans og þar til hann er kominn á þrítugsaldurinn. Myndin mun rekja uppruna Han Solo og segja frá fyrstu kynnum hans og Chewbacca.

Han Solo myndin verður frumsýnd í maí árið 2018.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×