MIđVIKUDAGUR 29. MARS NŢJAST 06:00

Gefa ekki upp ߊtla­ tap ß landvinnslu HB Granda

FR╔TTIR

Forstjˇri CCP vill enn kasta krˇnunni

 
Vi­skipti innlent
11:00 02. MARS 2017
Hilmar Veigar PÚtursson, forstjˇri CCP, segir a­ um besta afkomußr fyrirtŠkisins sÚ a­ rŠ­a sÝ­an ■a­ var stofna­ ßri­ 1997.
Hilmar Veigar PÚtursson, forstjˇri CCP, segir a­ um besta afkomußr fyrirtŠkisins sÚ a­ rŠ­a sÝ­an ■a­ var stofna­ ßri­ 1997.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, er enn sannfærður um að Ísland eigi að taka upp aðra mynt og horfir hann enn til evrunnar. Forstjórinn segir rekstrarumhverfi íslenskra tækni- og nýsköpunarfyrirtækja hafa batnað til muna á síðustu árum. Fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni var tekin í byrjun febrúar en fjölmiðlar hafa á síðustu árum greint frá áhuga fyrirtækisins á að flytja þær úr landi.

„Það stóð aldrei til en það var alltaf verið að ræða það í fjölmiðlum en við höfum vissulega bent á ýmsa hluti sem betur mættu fara í utanumhaldi á fyrirtækjum. Nú er búið að gera mjög hraustlegar breytingar á umhverfinu á Íslandi öllum til hróss sem hafa komið nálægt því. Það má alltaf betur gera en vissulega hefur verið tekið til hendinni. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í apríl á síðasta ári eru alveg frábært skref en við höfum bent á að þaki á endurgreiðslu á rannsókn og þróun mætti lyfta og jafnvel afnema að fullu til að leyfa bæði stórum og litlum fyrirtækjum að njóta þess umhverfis,“ segir Hilmar í samtali við Markaðinn.

Aðalfundur CCP var haldinn á mánudag og var ársreikningur fyrirtækisins þá kynntur. Líkt og kom fram á Vísi hagnaðist CCP um 21,5 milljónir Bandaríkjadala í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna miðað við gengið í árslok 2016. Um metár var að ræða í dollurum talið en afkoma CCP var jákvæð um 2,7 milljarða árið 2015. Tekjurnar námu 86 milljónum dala, samanborið við 65,7 milljónir árið 2015.
Hilmar svarar aðspurður að hann sé enn fullviss um að Ísland eigi að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil.

„Ég hef ekkert farið af þeirri skoðun. Ég held að þetta konsept að vera með minnstu mynt í heimi sé löngu komið á síðasta söludag. Hvað svo sem menn gera nú í því. Mér persónulega finnst liggja beinast við að taka upp evru, en það má alveg horfa til annarra lausna. Það er búið að reyna þetta í hundrað ár og hefur ekki virkað fyrir neinn að mínu mati og þá sérstaklega ekki fyrir okkur. Því fyrr sem við hættum þessu, því betra,“ segir Hilmar.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Vi­skipti / Vi­skipti innlent / Forstjˇri CCP vill enn kasta krˇnunni
Fara efst