Viðskipti innlent

Forstjóri Borgunar undrast boðaða málsókn Landsbankans

Ingvar Haraldsson skrifar
Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar.
Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar.
„Ég er ofboðslega undrandi,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, um ákvörðun Landsbankans um að hefja undirbúning að málaferlum vegna sölu bankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun í nóvember 2014. Landsbankinn sagði í tilkynningu í gær að hann hefði falið lögmönnum að undirbúa málsókn til þess að endurheimta þá fjármuni sem bankinn fór á mis við í viðskiptunum. Landsbankinn seldi hlutinn í Borgun til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar á mun lægra verði en fyrirtækið er í dag metið á.

„Ég sé engan grundvöll fyrir málsókn,“ segir Haukur. Steinþór Pálsson sagði við RÚV í byrjun febrúar að bankinn myndi leita réttar síns kæmi í ljós að upplýsingum hafi verið haldið frá Landsbankanum í söluferlinu. Þá hefur Landsbankinn einnig gefið út að bankinn hafi ekki verið upplýstur um að Borgun ætti rétt á greiðslum ef Visa Inc. nýtti sér valrétt til að kaupa Visa Europe. Visa Inc nýtti valréttinn í nóvember á síðasta ári og fær Borgun 6,5 milljarða greidda vegna þeirra viðskipta.

Haukur hafnar því að stjórnendur Borgunar hafi leynt Landsbankann einhverjum upplýsingum í viðræðunum.

Boðun málarekstursins kemur í kjölfar þess að Bankasýsla ríkisins hafnaði öllum skýringum Landsbankans á því hvers vegna bankinn hafi ekki selt hlut sinn í Borgun í opnu útboði. Bankaráðinu var gefinn frestur til mánaðamóta til að grípa til aðgerða.


Tengdar fréttir

Déjà vu í ríkisbanka

Og af hverju er þá svona erfitt að fara eftir lögum og eðlilegum verklagsreglum? Af hverju er ekki selt í opnu ferli og tryggt að allir sitji við sama borð? Mér hefur gengið illa að fá svör við þessum spurningum. Déjà vu!

Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum

"Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson,






Fleiri fréttir

Sjá meira


×