Viðskipti erlent

Forstjóri American Apparel rekinn vegna kynferðislegrar áreitni

Randver Kári Randversson skrifar
Dov Charney hefur verið rekinn úr starfi forstjóra American Apparel.
Dov Charney hefur verið rekinn úr starfi forstjóra American Apparel. Vísir/AP
Bandaríski fataframleiðandinn American Apparel hefur rekið forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, Dov Charney, vegna rannsóknar á meintri kynferðislegri áreitni hans. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Charney stofnaði fyrirtæki árið 1989, sem síðar varð American Apparel, og hafði hann verið við stjórnvölinn þar frá því fyrirtækið fór á almennan markað árið 2007.

Ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni komu fram árið 2011. Þá sakaði kona, sem áður hafði unnið hjá fyrirtækinu, Charney um að hafa haft hana sem kynlífsþræl meðan hún vann hjá fyrirtækinu á unglingsárum. Hún höfðaði einnig mál gegn American Apparel og stjórnendum þess fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir hegðun Charney.   

Fyrirtækið hefur átt í miklum erfiðleikum að undanförnu vegna dræmrar sölu og erfiðrar skuldastöðu. Talið er að þessar breytingar á stjórn þess geti valdið því að fyrirtækið geti ekki staðið við skuldbindingar sínar en viðræður við lánadrottna eru fyrirhugaðar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×