Viðskipti erlent

Forstjórar stærstu fyrirtækjanna með 800 milljónir í árslaun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Forstjórar stærstu fyrirtækja Bretlands eru með 144 föld árslaun meðal Breta.
Forstjórar stærstu fyrirtækja Bretlands eru með 144 föld árslaun meðal Breta. Vísir/Getty
Forstjórar hundrað stærstu fyrirtækja Bretlands, sem tilheyra FTSE 100 vísitölunni, eru að meðaltali með 5,5 milljónir punda, jafnvirði 865 milljóna króna, í laun á ári.

BBC greinir frá því að tekjur forstjóranna hækkuðu um tíu prósent árið 2015. Miðgildi launannna er rétt undir fjórum milljónum punda, sem er 144 sinnum miðgildi launa Breta.

Theresa May, nýr forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst því yfir að hún vilji taka á of háaum launum innan fyrirtækja. Hún segir að launin sem framkvæmdastjórn fyrirtækis ákvarði ættu að vera bindandi. 

Í júlí lýsti hún því yfir að það væri komið órökrétt, óhollt og vaxandi bil milli þess sem leiðandi fyrirtæki greiði starfsmönnum sínum og hvað þeir greiða yfirmönnum í laun. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×