Golf

Forskot úthlutar styrkjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Axel Bóasson mun æfa og keppa í Danmörku á næsta tímabili.
Axel Bóasson mun æfa og keppa í Danmörku á næsta tímabili. Vísir/Daníel
Stjórn Forskots, afrekssjóðs kylfinga, hefur úthlutað styrkjum úr sjóðnum til fimm kylfinga. Þeir eru:

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR

Ólafur Björn Loftsson, Nesklúbbnum

Valdís Þóra Jónsdóttir, Leyni

Axel Bóasson, Keili

Stofnendur Forskots eru Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group og Golfsamband Íslands. Markmið sjóðsins er að styrkja við þá kylfinga sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni.

Einn fulltrúi frá hverjum stofnaðila er í stjórn sjóðsins og auk þess hefur stjórn sér til ráðgjafar fagteymi sem gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðnum.

Stífar kröfur eru gerðar til þessara íþróttamanna og ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín.

Þetta er þriðja sumarið sem Forskot úthlutar styrkjum úr sjóðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×