Innlent

Forsetinn sneri aftur til kennslu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Forsetinn kenndi tíma í námskeiðinu um Ef-sögu við Sagnfræði- og heimspekideild.
Forsetinn kenndi tíma í námskeiðinu um Ef-sögu við Sagnfræði- og heimspekideild. Háskóli Íslands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sneri aftur á sinn gamla vinnustað, Háskóla Íslands í vikunni.

Hann kenndi tíma í námskeiðinu um Ef-sögu við Sagnfræði- og heimspekideild. Hann var fyrstur til að kenna þá grein sagnfræðinnar við Háskóla Íslands. Á Facebook síðu HÍ segir að Guðni væri sennilega enn að kenna þetta námskeið ef kosningarnar hefðu farið á annan veg.

„Nemendur voru mjög ánægðir og eins staðgengill hans, Rasmus Dahlberg, danskur sérfræðingur í Ef-sögu og vinur forsetans,“ segir í færslu Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×