Fótbolti

Forsetinn skipaði dómaranum að fara beint í vítaspyrnukeppni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá fótboltaleik í Máritaníu.
Frá fótboltaleik í Máritaníu. vísir/getty
Ótrúleg uppákoma varð í Meistaraleiknum í Máritaníu á dögunum.

Þá fékk forseti landsins, Mohamed Aziz, nóg af leiðinlegum leik og lét flauta leikinn af eftir 63 mínútur.

Þá var staðan 1-1 farið að fjara undan spili beggja liða. Forsetinn nennti ekki hálftíma í viðbót af slíku.

Skilaboðum var komið til dómarans sem hlýddi forsetanum þó svo bæði áhorfendur og leikmenn hafi ekki verið hrifin af uppátækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×