Innlent

Forsetinn heimsótti Landsmót skáta

Samúel Karl Ólason skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson með hópi skáta.
Ólafur Ragnar Grímsson með hópi skáta.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Landsmót skáta að Hömrum í gærkvöldi. Þar fór forsetinn um svæðið og kyntni sér mótið og aðstæður að Hömrum. Hann heilsaði upp á íslenska skáta sem og erlenda og gæddi sér á góðgæti á nokkrum stöðum.

Samkvæmt tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta segir að Ólafi hafi verið boðið til kvöldverðar í einum skátabúðuunim og í framhaldi af því í kvöldkaffi.

Forsetinn gaf sér tíma til að ræða við skátana sem vakti mikla lukku meðal erlendra skáta. Að lokum sagði Ólafur nokkur orð við þátttakendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×