Erlent

Forseti veltir fyrir sér náðun

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Abdel-Fattah el-Sissi
Abdel-Fattah el-Sissi Fréttablaðið/AP
Abel-Fattah el-Sissi, forseti Egyptalands, segir í skoðun að beita forsetanáðun í máli þriggja blaðamanna Al-Jazeera sem fengu þunga fangelsisdóma í landinu. Dómarnir vöktu andúð á alþjóðavettvangi.

Í viðtali við sjónvarpsstöðina France 24 í gær sagði el-Sissi að náðun væri „í skoðun til þess að leysa málið“. Hann bætti við að náðun kæmi bara til greina ef sú leið styddi „þjóðaröryggi Egyptalands“.

Forsetinn hafði áður látið hafa eftir sér að ekki kæmi til greina að grípa fram fyrir hendurnar á dómstólum í landinu með því að náða blaðamennina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×