Fótbolti

Forseti Roma fær þriggja mánaða bann

Einar Sigurvinsson skrifar
James Pallotta, forseti Roma.
James Pallotta, forseti Roma. vísir/getty
Forseti Roma, James Pallotta, fær ekki að mæta á leiki á vegum UEFA í þrjá mánuði, eftir athugasemdir sínar um dómgæsluna í undanúrslitaleik Roma í Liverpool í Meistaradeild Evrópu.

Liverpool vann einvígið 7-6, en Roma vann seinni leikinn 4-2. Pallotta var mjög ósáttur með dómgæsluna í þeim leik og sagði hana hafa verið „algjöran brandara.“ Fyrir það fær hann ekki að vera viðstaddur fyrstu leiki Roma í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Roma fékk auk þess 19 þúsund evra sekt vegna ófullnægjandi skipulags á leiknum gegn Liverpool og fyrir að stuðningsmenn liðsins hafi kveikt í flugeldum.

Leggst sú sekt ofan á 50 þúsund evra sektina sem Roma hafði þegar fengið fyrir ólæti stuðningsmanna liðsins í fyrri leiknum gegn Liverpool, þar sem Sean Cox, stuðningsmaður heimamanna hlaut alvarlega höfuðáverka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×