Fótbolti

Forseti Napoli: Benítez fær góðan samning í Madríd ef ég sem fyrir hann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rafael Benítez og Aurelio De Laurentiis fagna bikarmeistaratitlinum.
Rafael Benítez og Aurelio De Laurentiis fagna bikarmeistaratitlinum. vísir/getty
Forseti Napoli, Aurelio De Laurentiis, tekur yfirvofandi brotthvafi þjálfarans Rafaels Benítez með stóískri ró og grínaðist með málið á blaðamannafundi í dag.

Real er búið að reka Ítalann Carlo Ancelotti og þá hefur Benítez sagt starfi sínu lausu hjá Napoli. Hans síðasti leikur verður á sunnudaginn þegar lokaumferðin í Seríu A fer fram.

Búist er við að Benítez verið kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari Real Madrid strax eftir helgi, en hann hóf þjálfaraferilinn hjá Madríd sem þjálfari yngri liða félagsins.

„Myndi ég mæla með með Benítez við Florentino Pérez? Ég myndi mæla með honum við hvern sem er, en Pérez þarf ekki á mínum ráðum að halda,“ sagði De Laurentiis á blaðamannafundi í dag.

„Ef Rafa semur við Real Madrid verður það staðfesting á hversu góða ákvörðun ég tók fyrir tveimur árum þegar ég réð hann til Napoli,“ sagði forsetinn, sem er til í að hjálpa Benítez í samningaviðræðunum.

„Ég vona að Florentino gefi Rafa góðan samning. Ég gæti hjálpað Rafa með samninginn ef hann vill. Það yrði svo sannarlega góður samningur!“ sagði Aurelio De Laurentiis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×