Enski boltinn

Forseti Lyon: Depay verður okkar leikmaður um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Memphis hefur ekki náð sér á strik.
Memphis hefur ekki náð sér á strik. vísir/getty
Jean-Michel Aulas, forseti Lyon í Frakklandi, segir að Memphis Depay ætti með öllu réttu að verða leikmaður liðsins um helgina.

Sky Sports greindi frá því í morgun að Manchester United hafi, samkvæmt heimildum Sky, ákveðið að taka tilboði Lyon og selja hann fyrir 21,7 miljónir punda.

Sjá einnig: United búið að taka tilboði Lyon í Memphis

United hefur þó þann kost á að kaupa hann aftur til félagsins og fær þar að auki tekjur af mögulegri endursölu.

Depay kom til Old Trafford árið 2015 en ekki náð að standa undir væntingum. Hann hefur aðeins verið í byrjunarliði United í einum leik á tímabilinu.

Aulas viðurkennir að Lyon sé að taka áhættu með því að fá Depay. „Við erum að veðja á leikmann sem vill ekkert fremur en að sýna hversu gríðarlega hæfileikaríkur hann er,“ sagði hann í samtali við franska fjölmiðla.

Depay hélt til Frakklands fyrr í vikunni til að ganga frá samningi við Lyon sem er í fjórða sæti frönsku deildarinnar sem stendur, níu stigum á eftir toppliði Monaco.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×