Fótbolti

Forseti Argentínu horfði ekki á einn einasta leik á Heimsmeistaramótinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Flestir íbúar Argentínu horfðu á leikinn en ekki Cristina Fernandez.
Flestir íbúar Argentínu horfðu á leikinn en ekki Cristina Fernandez. Vísir/Getty
Þrátt fyrir að Argentína hafi komist í úrslit Heimsmeistarakeppninar horfði forseti landsins, Cristina Fernandez ekki á einn leik með liðinu. Þetta viðurkenndi hún þegar hún tók á móti leikmönnum liðsins þegar þeir komu til landsins í gær.

Argentínska liðið var hársbreidd frá því að vinna Heimsmeistaramótið og er óhætt að segja að íbúar landsins hafi lifað sig inn í mótið. Fjöldin allra Argentínumanna ferðuðust yfir til Brasilíu eftir því sem á leið á mótið.

Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, bauð Fernandez á úrslitaleikinn en hún hafnaði tilboði Rousseff og skýldi sér á bak við hálsbólgu.

„Ég sá engan leik á mótinu, ekki einu sinni úrslitaleikinn. Mér þótti leiðinlegt að heyra að Argentína hefði tapað en ég hef einfaldlega engan áhuga á fótbolta,“ sagði Fernandez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×