Fótbolti

Forseti argentínska knattspyrnusambandsins látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grondona ásamt Sepp Blatter, forseta FIFA.
Grondona ásamt Sepp Blatter, forseta FIFA. Vísir/Getty
Julio Grondona, forseti argentínska knattspyrnusambandsins og einn af varaforsetum FIFA, er látinn, 82 ára að aldri.

Árið 1956 stofnaði Grondona Arsenal Fútbol Club ásamt Héctor, bróður sínum. Hann var forseti félagsins frá 1957 til 1976 þegar hann tók við embætti forseta Independiente.

Hann tók við forsetaembættinu hjá argentínska knattspyrnusambandinu af David Bracuto árið 1979 og gegndi því til dauðadags.

Í forsetatíð hans varð Argentína heimsmeistari 1986 og lenti í öðru sæti 1990 og 2014. Argentína varð auk þess Ólympíumeistari 2004 og 2008 og heimsmeistari unglinga sex sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×