Innlent

Forseti Alþingis aðhefst ekkert

Sveinn Arnarsson skrifar
"Ég hef móttekið bréf ríkisendurskoðanda. Bréfið talar sínu máli. Þar sem þetta er orðið opinbert plagg mun ég leggja það fram á fundi forsætisnefndar þingsins í næstu viku. Að öðru leyti mun ég ekkert aðhafast frekar í þessu máli,“ segir Einar.
"Ég hef móttekið bréf ríkisendurskoðanda. Bréfið talar sínu máli. Þar sem þetta er orðið opinbert plagg mun ég leggja það fram á fundi forsætisnefndar þingsins í næstu viku. Að öðru leyti mun ég ekkert aðhafast frekar í þessu máli,“ segir Einar.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, mun ekkert aðhafast frekar vegna bréfs sem hann fékk sent frá ríkisendurskoðanda vegna ummæla formanns fjárlaganefndar. Ríkisendurskoðandi kvartaði til Einars vegna tveggja ummæla Vigdísar Hauksdóttur í viðtölum við fréttastofu 365.

„Ég hef móttekið bréf ríkisendurskoðanda. Bréfið talar sínu máli. Þar sem þetta er orðið opinbert plagg mun ég leggja það fram á fundi forsætisnefndar þingsins í næstu viku. Að öðru leyti mun ég ekkert aðhafast frekar í þessu máli,“ segir Einar.

Vigdís Hauksdóttir gagnrýndi harðlega bréf ríkisendurskoðanda í gær og sagði það vera þöggunartilburði af hálfu embættismannakerfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×