Erlent

Forsetakosningar í Sýrlandi verða haldnar 3. júní

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. visir/afp
Forsetakosningar verða haldnar í Sýrlandi þann 3. júní næstkomandi en skelfileg borgarastyrjöld hefur verið þar í landi síðan árið 2011.

Yfir 150 þúsund manns hafa látið lífið í átökunum í Sýrlandi og milljónir hafa flúið heimili sín.

„Forsetakosningar í Sýrlandi munu fara fram 3. júní,“ sagði forseti þingsins, Mohammad al-Lahham, á þingfundi í dag.

Bashar al-Assad er í dag forseti Sýrlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×