Innlent

Forsetaembættið segir orðuveitinguna eðlilega

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitir fálkaorðuna. Embætti hans hefur sent frá sér tilkynningu vegna orðuveitingar til Sigmundar Davíðs.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitir fálkaorðuna. Embætti hans hefur sent frá sér tilkynningu vegna orðuveitingar til Sigmundar Davíðs. Vísir/Valli
Forsetaembættið hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna orðuveitingar til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Einar K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis, sem hefur verið gagnrýnd talsvert síðastliðinn sólarhring. Í tilkynningunni segir að ekki sé venjan að tilkynna um orðuveitingar sem fara fram á öðrum dögum en nýársdag og 17. júní, sem eru þeir tveir dagar sem alla jafnan eru nýttir til að veita fálkaorður.

„Fáeinar orðuveitingar eru utan þessara tveggja daga, t.d. til sendiherra erlendra ríkja, handhafa forsetavalds, ræðismanna Íslands á erlendri grundu, vísindamanna og fræðimanna sem helgað hafa krafta sína íslenskum viðfangsefnum, o.fl., og hefur ekki verið tilkynnt sérstaklega um þær orðuveitingar en þær skráðar jafnharðan á lista yfir orðuhafa á svæði fálkaorðunnar á heimasíðu forsetaembættisins,“ segir í tilkynningunni.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að hefðbundið er að handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forseti hæstaréttar og forsætisráðherra, séu sæmdir fálkaorðunni og athöfnin fari fram á Bessastöðum. Vísir fjallaði um orðuveitingar til þeirra Sigmundar og Einars í gær þar sem fram kom að allir forsætisráðherrar Íslands hafi verið sæmdir fálkaorðu nema fjórir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×