Erlent

Forseta Venesúela líkt við Trölla sem stal jólunum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Vísir/AFP
Yfirvöldum í Venesúela er um þessar mundir líkt við Trölla sem stal jólunum. Er það eftir að þau gerðu 5 milljónir leikfanga upptæk frá dreifingaraðila þar í landi sem og að saka umrætt fyrirtæki um að hafa ætlað að selja leikföngin á uppsprengdu verði í jólavertíðinni. Fyrirtækið er stærsti dreifingaraðili leikfanga í landinu.  CNN greinir frá.

Forsvarsmaður stofnunarinnar sem stóð fyrir aðgerðinni hefur sagt að dreifingaraðilanum sé alveg sama um börn landsins og að það skipti fyrirtækið engu hvort þau muni eiga gleðileg jól eða ekki.

Ætla yfirvöld sér að selja leikföngin til fjölskyldna í fátækrahverfum landsins á ódýru verði.

Gagnrýnendur hafa margir hverjir nýtt sér samfélagsmiðla til þess að tjá gremju sína. Margir þeirra hafa líkt yfirvöldum við Trölla sem svo eftirminnilega stal jólunum þar sem nú geti milljónir fjölskyldna ekki keypt sér leikföngin fyrir jólin.

Hefur forseti landsins, Nicolas Maduro forseti landsins einnig verið kallaður Trölli.

Venesúela er nú í djúpri efnahagskreppu en verðbólga í landinu hefur verið í og um 500 prósentum á þessu ári.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×