Lífið

Forsala hafin í The Color Run

Stefán Árni Pálsson skrifar
Color run heppnaðist vel í sumar.
Color run heppnaðist vel í sumar. vísir
Nú er forsala hafin fyrir þátttöku í The Color Run by Alvogen sem fram fer þann 11. júní næstkomandi í Reykjavík. Um er að ræða forsölu á þúsund miðum á sérstöku forsöluverði á meðan birgðir endast en síðast seldust allir forsölumiðar upp á þremur dögum.

Miðasala fer fram á midi.is og er miðaverð í forsölu 5.499 kr. Miðaverð í almennri miðasölu verður 6.999 kr.

Um leið og skemmtuninni lauk í sumar hófst undirbúningur fyrir næsta hlaup og við erum gríðarlega sátt við að hafa náð hlaupinu hingað heim á þeim degi sem við lögðum upp með. Ákveðnum áfanga er náð með því að hefja forsöluna þannig að við erum núna búin að taka fyrsta skrefið í þessu skemmtilega hlaupi.

Í sumar varð uppselt í hlaupið fjórum dögum áður en hlaupið fór fram og komust því færri að en vildu. Um átta þúsund manns keyptu miða í hlaupið en frítt var fyrir 8 ára og yngri og áætlað er að hátt í 10.000 manns hafi því hlaupið í litahlaupinu. Upphaflega var gert ráð fyrir sex þúsund þátttakendum í hlaupið og ráðstafanir gerðar fyrir þann fjölda þegar flutt voru til landsins sex tonn af litapúðri.

Síðustu vikurnar fyrir hlaup náðist að bæta við einu tonni af púðri til að mæta eftirspurn eftir miðum en það dugði samt ekki til og því varð uppselt. Gert er ráð fyrir svipuðum fjölda og síðast og pantað hefur verið sama magn af litapúðri. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×