Erlent

Forsætisráðherra Úkraínu segir af sér

Randver Kári Randversson skrifar
Arseniy Yatsenyuk hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Úkraínu.
Arseniy Yatsenyuk hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Úkraínu. Vísir/AFP
Arseniy Yatsenyuk hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra Úkraínu eftir að slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi ríkisstjórnarflokkanna fyrr í dag.

Vefur NY Times greinir frá því að slitnað hafi upp úr stjórnarsamstarfinu eftir að tveir af samstarfsflokkunum í samsteypustjórn Yatsenyuks gengu úr ríkisstjórninni. Petro Porosjenko, Úkraínuforseti hyggst í kjölfarið rjúfa þing og boða til kosninga í haust.

Viðræður höfðu staðið yfir innan ríkisstjórnarinnar í nokkrar vikur um að Svoboda-flokkurinn og UDAR-hreyfingin, sem Vítalij Klitschko veitir forystu, færu úr ríkisstjórn. Sú tillaga hlaut hins vegar ekki stuðning innan flokks Yatsenyuk, sem lýtur formennsku Julíu Timosjenko.

Yatsenyuk varð forsætisráðherra  Úkraínu í kjölfar þess að Viktor Janúkovítsj var hrakinn frá völdum síðastliðinn vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×