Innlent

Forsætisráðherra telur skynsamlegt að rannsaka þátt þýska bankans

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson vísir/valli
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur skynsamlegt að þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 verði rannsakaður. Umboðsmaður Alþingis sagði greindi frá því í vikunni að nýjar upplýsingar hefðu borist sem gætu tilefni til þess að rannsaka aðkomu þýska bankans að kaupunum.

Sigurður Ingi sagði á Alþingi í dag þarna væru mögulega nýjar upplýsingar sem gæti verið að áhugavert að varpa ljósi á. „Ekki síst í því samhengi að við stöndum frammi fyrir því að við eigum eftir að skilgreina fjármálamarkaðinn hvernig við viljum sjá hann til framtíðar,“ sagði Sigurður.

Þá sagði hann að með rannsókninni sé hægt að draga lærdóm af málinu. Jafnframt þurfi að skilgreina rannsóknina betur og gera það eftir nýjum rannsóknarlögum. „Samtímis er auðvitað áhugavert að draga lærdóm af áður en við förum að skilgreina hvernig fjármálamarkaðurinn er að rannsaka hina svokölluðu einkavæðingu síðari eða það sem gerðist eftir hrun og að afmarka það með sambærilegum hætti samkvæmt nýju rannsóknarlögunum og setja svo slíkar rannsóknir í gang. Ég held að það væri afar skynsamlegt.“


Tengdar fréttir

„Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“

Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×