Erlent

Forsætisráðherra Svartfjallalands segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Milo Djukanovic tók fyrst við embætti forsætisráðherra árið 1991.
Milo Djukanovic tók fyrst við embætti forsætisráðherra árið 1991. Vísir/AFP
Milo Djukanovic gefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forsætisráðherra Svartfjallalands.

Djukanovic greinir frá þessu eftir að Sósíalistaflokkur hans, DPS, hlaut flest þingsæti í kosningum sem fram fóru á sunnudaginn. Flokkurinn neyðist hins vegar nú til að leita til annarra flokka til að mynda samsteypustjórn.

Dusko Markovic, fyrrverandi yfirmaður öryggislögreglu landsins og hægri hönd Djukanovic, þykir líklegastur til að fá það hlutverk að mynda ríkisstjórn fyrir hönd DPS.

Ekki er ljóst hvort að Djukanovic muni segja alfarið skilið við stjórnmálin.

Djukanovic hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svartfjallalands á árunum 1991 til 1998, 2003 til 2006, 2008 til 2010 og svo frá árinu 2012. Þá gegndi hann embætti forseta landsins á árunum 1998 til 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×