Fótbolti

Forsætisráðherra sleppir Englandsleiknum en mætir í átta liða úrslitin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tekur mynd á símann sinn á Stade de France.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tekur mynd á símann sinn á Stade de France. Vísir/Vilhelm
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hefur mikla trú á strákunum í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Englendingum í Nice á mánudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson spurði Sigurð Inga hvort hann ætli að mæta á leikinn gegn þeim ensku?

„Ég er að hugsa um að fara á leikinn í átta liða úrslitum,“ sagði Sigurður Ingi í gær. Sigurður Ingi var á leiknum gegn Austurríki í París sem vannst 2-1 eins og frægt er orðið.

„Ég get sagt þér að eftir það trúir maður því að þessir strákar geti hvað sem er.

Sigurvegarinn úr viðureign Englands og Íslands mætir sigurvegaranum úr viðureign Frakklands og Írlands, sem mætast í dag, á Stade de France 3. júlí.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×