FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 23:30

Nowitzki hermdi eftir furđuvíti Zaza | Myndband

SPORT

Forsćtisráđherra segir ekki liggja á ađ selja hlut ríkisins í Landsbankanum

 
Innlent
16:26 19. JANÚAR 2016
Sigmundur Davíđ sagđi ađ treysta ţurfi bankasýslunni til ađ hugsa um hag almennings.
Sigmundur Davíđ sagđi ađ treysta ţurfi bankasýslunni til ađ hugsa um hag almennings. VÍSIR/VALLI

„Það liggur ekkert á að selja bankann fyrr en menn eru ásáttur um að það sé æskilegt fyrir eigandann,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum.

Sigmundur minnti á að heimild væri til staðar til að selja bankanum og bætti við að það væri í höndum Bankasýslu ríkisins að sjá um söluna. „Ég efast ekki um að bankasýslan muni meta það hvenær og með hvaða hætti æskilegt kann að vera að selja hluti í bankanum,“ sagði hann.

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, spurði út í Landsbankasöluna og meðal annars hvort að forsætisráðherra þætti það skynsamleg hugmynd að selja 28 prósenta hlut á þessu ári, líkt og bankasýslan hefur talað um að gera.

Sigmundur sagði að þingið væri ekki að selja hlut ríkisins í bankanum, hvorki hann né Helgi sjálfur, og að það yrði að treysta þar til gerðum stofnunum, í þessu tilviki bankasýslunni, til að gæta hagsmuna almennings í málinu. 

Minnti hann á að fyrri vinstri stjórnin hefði ár eftir ár sett inn samskonar heimild í fjárlög um að hægt væri að selja hlut ríkisins í bankanum.

Það var þó ekki hægt að skilja ráðherrann öðruvísi en svo að bankinn yrði seldur. Það er þvert á ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem samþykkti að breyta Landsbankanum í svonefndan samfélagsbanka, í takt við hugmyndir Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar og þingmanns Framsóknarflokksins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Forsćtisráđherra segir ekki liggja á ađ selja hlut ríkisins í Landsbankanum
Fara efst